Bríet og Tómas Jónsson í Þorlákskirkju

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk.

Fyrstu tónleikarnir verða föstudagskvöldið 26. nóvember kl. 20 og þar er það Bríet sem kemur fram. Næstu helgar á eftir eru það KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant sem láta ljós sitt skína.

Miðaverð er 3.500 kr. og miðasala er hér. Tónleikagestir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf og bera grímur.

Fyrri greinFreyja sigraði í Blítt og létt
Næsta grein„Hef ástríðu fyrir öruggum ilmvörum“