Bræðurnir frá Álftagerði syngja með Söngsveitinni

Söngsveit Hveragerðis heldur sína árlegu vortónleika í Hveragerðiskirkju í kvöld kl. 20.

Eins og önnur vor flaggar Söngsveitin góðum gestum, en það eru bræðurnir frá Álftagerði í Skagafirði þeir Sigfús og Óskar Péturssynir. Munu þeir bæði syngja einsöng og tvísöng. Margrét Stefánsdóttir, stjórnandi Söngsveitarinnar, syngur einnig einsöng.

Efnisskrá tónleikanna er létt og skemmtileg, innlend og erlend kóra- og söngleikjalög. Undirleikari á píanó er Ester Ólafsdóttir.

Fyrri grein„Skref sem ég varð að taka“
Næsta greinÞingmenn funda vegna ferða Herjólfs