Skemmtistaðurinn Miðbar í miðbæ Selfoss ætlar að fagna bóndadeginum með pompi og prakt föstudaginn 23.janúar, þar sem boðið verður upp á sérstaka bóndadags stemningu, All You Can Drink tilboð og keppni um nýjan og líklega eftirsóttan titil.
Það verður á milli klukkan 17:00 og 19:00 sem verður boðið upp á All You Can Drink á bjórum frá Bónda og Víking Lite á aðeins 4.990 krónur.
Einnig verður haldin keppni um titilinn Bóndi Suðurlands, þar sem alvöru bóndadagsgjöf verður í boði. En úr því verður skorið með bjórþambkeppni þar sem einn sigurvegari verður krýndur að lokum og fær titilinn Bóndi Suðurlands.
Að sögn Elísabetar Björgvins, skemmtanastjóra Miðbars, sem flestir þekkja einfaldlega sem Betu, er markmiðið að skapa létta og skemmtilega stemningu fyrir bændur en allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
„Bóndadagurinn er einn af þessum dögum sem gleymast stundum, þetta á að vera gaman, bjór og góð stemning, og fagna þessum degi,“ segir Beta í samtali við sunnlenska.is.
„Þetta er auðvitað allt gert í léttum anda,“ segir Beta. „En við vitum líka að fólk elskar titla, sérstaklega svona titil. Það er eitthvað við það að geta sagt: ég er bóndi Suðurlands.“
Skráning í þamkeppnina fer fram með tölvupósti á midbar@midbar.is

