Bókmenntadagskrá með Steinunni

Bókasafn Árborgar efnir til bókmenntadagskrár með Steinunni Sigurðardóttur föstudaginn 11. nóvember frá kl 16:30 til kl 17:30. Yfirskriftin er FAÐIR, MÓÐIR og TÍMINN Á LEIÐINNI.

Steinunn gengur út frá skáldævisögu Guðbergs Bergssonar, Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar, og sinni eigin ljóðabók sem út kom á þessu ári, Tíminn á leiðinni. Umfjöllunarefnið er ekki síst foreldrar og þeirra ævarandi áhrif, en í ljóðabók Steinunnar er fjallað um foreldra, lífs og liðna, á persónulegan hátt.

Steinunn er jöfnum höndum skáldsagnahöfundur og ljóðskáld og er þekktasta skáldsaga hennar Tímaþjófurinn. Meðal verðlauna sem hún hefur hlotið eru Íslensku bókmenntaverðlaunin og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Þá varð hún þess sjaldgæfa heiðurs aðnjótandi síðastliðið vor að vera útnefnd heiðursdoktor frá Háskóla Íslands.

Steinunn og maður hennar, Þorsteinn Hauksson, tónskáld, búa á Selfossi og í Frakklandi.

Eymundsson á Selfossi verður með bókina hennar Steinunnar, Tíminn á leiðinni, á afslætti þennan dag og hún mun áritar fúslega í bókasafninu.

Fyrri greinVinátta í Vallaskóla
Næsta grein„Ekki bara söngkeppni heldur líka sýning“