Bókavika framundan

Sunnlenska bókakaffið stendur fyrir bókakynningum og menningarsamkomum um allt Suðurlandi næstu daga. Um sannkallaða bókaviku er að ræða.

Vestfirðingakvöld, þ.e. árlegt upplestrarkvöld vestfirskra höfunda verður í versluninni fimmtudagskvöldið 6. desember. Húsið opnar 20:00. Reynir Ingibjartsson kynnir ævisögu Kristínar Dahlstedt, bókina Frá Bjargtöngum að Djúpi kynnir Björn Ingi Bjarnason, Ólafur Helgi Kjartansson segir nokkrar Mishlýjar örsögur að vestan, Valgeir Ómar Jónsson kynnir Fótungatal frá Sigga Salahúsi í Folafæti og Lýður Árnason kynnir bók sína Svartir túlipanar.

Laugardaginn 8. desember klukkan 15:00 er dagskrá í Sunnlenska bókakaffinu þar sem Pjetur Hafstein Lárusson les úr bók sinni Ljóðasafn og sagna auk þess sem tónlistarmennirnir Grétar Geir Kristinsson og Jane Ade stíga á stokk.

Bókaveisla Bjarkarhóls og Bókakaffisins verður haldin í Reykholti í Biskupstungum laugardaginn 8. desember frá kl. 13:00 til 17:00. Nemendur úr Reykholtsskóla lesa úr nýjum bókum, höfundar árita bækur og á staðnum verður bókamarkaður með jólabókum og fleiri bókum.

Sunnudaginn 9. desember kl. 15:00 er sérstök barnadagskrá þar sem fram koma m.a. höfundarnir Guðmundur S. Brynjólfsson sem kynnir Kattasamsærið og Þorbjörg Lilja Jónsdóttir höfundur bókarinnar Lambið hennar Móru. Auk þess sem Elín Gunnlaugsdóttir kynnir barnadiskurinn Englajól.

Á þriðjudag 11. desember klukkan 18:00 verður bókakynning í Bókasafninu í Hveragerði þar sem Þorlákur Karlsson og Soffía Sæmundsdóttir kynna Tuttugu þúsund flóð, sem segir frá ástum og veiði í Ölfusá fyrir hartnær fjórum áratugum. Bjarni Harðarson les úr Mensalder og Þorbjörg Lilja Jónsdóttir kynnir og Lambið hennar Móru.

Þriðjudagskvöldið 11. desember kl. 20:00 munu Þorlákur Karlsson og Soffía Sæmundsdóttir kynna Tuttugu þúsund flóð fyrir sveitungum í Bókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Við sama tækifæri kynnir Bjarni Harðarson Mensalder, en meðal fjölmargra heimildamanna höfundar eru eldri borgarar sem búsettir eru í Þorlákshöfn.

Fyrri greinGlæsilegur árangur Björgvins Karls
Næsta greinNý bryggja í Landeyjahöfn