Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Ljúf jólastemning verður í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka í dag. Lesið verður úr jólabókum í stofunni, gömlu jólatrén skarta sínu fegursta og kaffi- og kökuilmurinn fyllir eldhúsið.

Fjórir rithöfundar koma og lesa úr verkum sínum kl. 16:00. Guðrún Guðlaugsdóttir les úr skáldsögu sinni Beinahúsið og Eggert Þór Bernharsson kynnir búskap í Reykjavík á 20. öld með bókinni Sveitin í sálinni.

Gestir fá að heyra meira frá Reykjavík í samtímasögu Ingibjargar Reynisdóttur Rogastanz og í uppvaxtarsögu Jóhönnu Kristjónsdóttur Svarthvítir dagar.

Jólasýning verður opin frá kl 14:00, skáldin byrja að lesa kl. 16:00 og kaffihlé verður í miðri dagskrá.

Allir velkomir og enginn aðgangeyrir.

Fyrri greinVel heppnaður fyrirlestur á Hellu
Næsta greinSelfoss náði að knýja fram jafntefli