Bókasafnsdagurinn í dag

Bókasafnsdagurinn er í dag, fimmtudaginn 14. apríl, og verður dagskrá allan daginn í bókasöfnunum í Árborg og í Hveragerði.

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tón- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleitir. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á. Bókasöfn eru heilsulind hugans.

Í boði hjá Bókasafni Árborgar Selfossi:
– Val á 100 bestu bókunum, úrslit verða kynnt á Vori í Árborg. Í boði í öllum útibúum.
– 50 % afsláttur á nýjum skírteinum til nýrra lánþega. Í boði í öllum útibúum
– Sýningin Vorkoma opnuð: skírnarkjólar, brúðarkjólar, sumarkjólar, brúðarmyndir, skraut og skemmtilegheit. Verslanirnar Hosiló og Sjafnarblóm leggja sýningunni lið.
– Heitt á könnunni allan daginn og góður munnbiti með.
– Getraun fyrir börn og fullorðna – dregið úr réttum lausnum kl. 17.15. Nýjar kiljur í verðlaun
– Ný sýning í Listagjánni: feðginin Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna verk sín.

Í boði hjá Bókasafni Árborgar Eyrarbakka:
– Sýning á bókum sem prentaðar voru á Eyrarbakka

Í boði hjá Bókasafninu í Hveragerði:
– Við kynnum lista yfir 100 bestu íslensku bækurnar að mati bókasafnsstarfsmanna landsins; bjóðum upp á bókmenntagetraunir fyrir börn og fullorðna, brandarakeppni um bækur, bókasöfn og bókaverði og svo rúlla öskudagsmyndirnar 2011 á skjánum. Við sýnum gestum hvernig við plöstum bækur og hvernig á að skrá sig á „mínar síður“ og leita í okkar safni á Gegnir.is. Einnig bjóðum við upp á sögustundir og bókakynningar, þar sem bókasafnsstarfsfólkið kynnir uppáhaldsbækurnar sínar. Það verður nóg að gera allan daginn.

Fyrri greinKosið milli Sigrúnar og Jóns
Næsta greinOpinn fundur um Vatnajökulsþjóðgarð