Bókamessa Sæmundar á laugardaginn

Draumey Aradóttir skáldkona í Bókakaffinu í Ármúla. Ljósmynd/Aðsend

Bókaútgáfan Sæmundur mun halda uppskeruhátíð og bókamessu í Safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66 í Reykjavík laugardaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 14-18.

Höfundar og aðstandendur nýrra bóka munu þar kynna og lesa upp. Fáséðar og merkar fornbækur verða boðnar upp á örstuttum bókauppboðum sem fram fara á heila tímanum kl. 15, 16 og 17. Kvæðakona kemur fram og kynnir fyrir okkur fyrirhugaða endurútgáfu á Íslenskri matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1952-2007).

Kaffi og kruðerí verður í boði Sæmundar og allar nýjar bækur Sæmundar á sérstöku tilboðsverði.

Dagskrá:
Kl. 14:10:
– Fræðabálkur að ferðalokum eftir Þórð Tómasson
– Minningar Guðrúnar Borgfjörð
– Örlagaskipið Artic eftir Gísla Jökul Gíslason
– Lúkíansþýðingar Sveinbjarnar

Kl. 15:10:
– Rauði þráðurinn eftir Ögmund Jónasson
– Ég er nú bara kona eftir Emblu Hakadóttur
– Álfadalur eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur
– Launstafir tímans eftir Heimi Steinsson

Kl. 16:10:
– Svartdjöfull eftir Gunnlaug Bjarnason
– Millibilsmaður eftir Hermann Stefánsson
– Skáld-Rósa, heildarsafn ljóða
– Júnkerinn af Bræðratungu eftir Pál Skúlason

Fyrri greinVelgdu úrvalsdeildarliðunum undir uggum
Næsta greinGröfutækni bauð lægst í gatnagerð