Bókamessa í MM í dag

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi efnir til útgáfuhófs í dag þar sem við fögnum tveimur frumburðum í heimi skáldsagna, „Gosbrunni“ Guðmundar. S. Brynjólfssonar og „Leið“ eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur.

Hófið hefst klukkan 17 í dag, föstudaginn 5. september og er haldið í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi í Reykjavík.

Léttar veitingar, upplestur og samvera. Allir velkomnir.

Fyrri greinVilja ekki sameinast grönnum sínum
Næsta greinAuknar líkur á jarðskjálftum