Bókamarkaðnum lýkur á laugardaginn

Nú er komið að lokum bókamarkaðarins í Bókasafninu í Hveragerði sem hófst á Blómstrandi dögum í ágúst.

Byrjað verður að færa til og pakka niður í vikunni, en síðasti dagur bókamarkaðarins verður laugardagurinn 21. september. Enn er hægt að ná í ágætar bækur fyrir 100-300 krónur, en nokkrar eru verðlagðar aðeins hærra. Kaupendur geta líka reynt að prútta.

Á markaðnum eru bækur sem afskrifaðar hafa verið vegna þess að betri eintök hafa fengist eða þeirra var ekki talin þörf lengur. Að stærstum hluta eru þetta þó bækur sem safninu hafa borist að gjöf.

Markaðurinn er opinn um leið og safnið, virka daga kl. 13-19 og á laugardaginn kl. 11-14. Bækur sem staðsettar eru á ganginum má kaupa meðan húsið er opið.

Margt er framundan á safninu á næstunni, s.s. stutt sýning á bönnuðum bókum, og er áhugasömum bent á að fylgjast með viðburðum á Facebook.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Ekið á hross í Ölfusi
Næsta greinKolvitlaust veður á Laugarvatni í nótt