Bókaganga á Eyrarbakka á sunnudaginn

Bókabæirnir austan fjalls bjóða til skemmtilegrar sunnudags-bóka-göngu um Eyrarbakka með Magnúsi Karel Hannessyni og Harald G. Haralds, sunnudaginn 8. október kl. 14.

Gangan hefst við geymsluhús Bókabæjanna í Læknisbrekkunni á Eyrarbakka – beint á móti dvalarheimilinu Sólvöllum – og lýkur við Húsið á Eyrarbakka eftir að gengið hefur verið um Austur-Bakkann, Mið-Bakkann og Vestur-Bakkann og staldrað við á völdum stöðum.

Magnús mun segja frá skáldum og rithöfundum sem hafa búið á Eyrarbakka eða skrifað um Eyrarbakka allt frá 1200 og fram á þennan dag.

Harald G. Haralds leikari á Hofi mun lesa stutta kafla eða ljóð úr bókum þeirra skálda og rithöfunda sem fjallað verður um.

Fyrri greinTæpt í lokin en gestirnir fögnuðu
Næsta greinFrestað hjá Þórsurum vegna matareitrunar