Blúshátíð um helgina

Dagana 25. og 26. maí verður haldin Blúshátíð í Hvolnum á Hvolsvelli. Listamennirnir sem koma fram á hátíðinni koma víða að og eru vel þekktir í blúsheimum.

Á föstudaginn koma fram Stone Stones, Tyrggvi bóndi á Heiði, Síðasti Sjens, Katherine Davies frá Chicago,og Blu Ice Band. Tónleikar byrjar kl. 21.

Á laugardaginn koma fram hljómsveitin Castró, Tregasveitin, Grana Luise og Stone Stones. Eins og fyrri kvöldið hefjast tónleikarnir kl. 21.

Fyrri greinKýrnar á Læk skaffa ísinn
Næsta greinViðurkenning fyrir notkun mengunarlausra hreinsiefna