Bleikt boð í HÚM stúdíó

Miðvikudagskvöldið 13. október frá kl. 20-22 verður bleikt boð í HÚM stúdíó á Selfossi.

Þar verður happdrætti með glæsilegum vinningum en meðal annars verða listaverk, gjafir og gjafabréf frá fyrirtækjum á svæðinu. Öll sala happdrættismiðanna rennur til Krabbameinsfélagsins.

Thury Hannesdóttir verður með lifandi tónlist og bleikir drykkir verða á borðum. Auk þess mun 10% ágóði af seldum bleikum verkum renna til Krabbameinsfélagsins.

Við hvetjum fólk til að kíkja við til að styrkja gott málefni. HÚM stúdíó er staðsett á Austurvegi 9, 2. hæð.

Fyrri greinSkemmtilegt að gera myndir sem vekja allskonar tilfinningar
Næsta greinGuðjón Gísli fékk framfarabikarinn eftir Fríska Sólheimahlaupið