Bleika boðið á Selfossi í kvöld

Svavar Knútur og Kristjana Stefáns.

Krabbameinfélag Árnessýslu heldur Bleikt boð á Hótel Selfossi í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:30.

Dagskráin glæsileg en fram koma stórstjörnurnar Kristjana Stefáns og Svavar Knútur. Veislustjóri er Magnús Kjartan Eyjólfsson.

Frítt er inn á viðburðinn en gestir geta keypt happdrættismiða sem kostar 2.500 krónur og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélags Árnessýslu. Happdrættið hefst kl. 21:45 og má búast við að þá fari spennustigið upp úr öllum hæðum. Gríðarlega mikill fjöldi glæsilegra vinninga er í boði sem fyrirtæki og stofnanir hafa fært félaginu.

Húsið opnar kl. 19:30 og formlegri dagskrá lýkur kl. 23:00.

Allir eru velkomnir en boðið er jafnt fyrir karla og konur.

Fyrri greinHamar vann toppslaginn – Rochford með frábært framlag
Næsta greinNýr rekstur inn í Gimli