Bjössi Thor Bítlarnir á Suðurlandi

Gítarsnillingurin Björn Thoroddsen hefur árum saman unnið með lagasmíðar Bítlanna enda ætlaði hann að ganga í hljómsveitina á yngri árum.

Úr því varð ekki. Bítlarnir vissu ekki af honum og hættu, reyndar áður en Bjössi lærði almennilega á gítar.

Bítlalögin hafa gegnum árin verið á efnisskrá Björns, oft í mögnuðum útsetningum. Hann hefur brotið lögin niður í frumeindir og byggt þau upp að nýju.

Á nýrri plötu sinni spilar hann lögin einn og óstuddur þótt stundum hljómi þau eins og í flutningi hefðbundinnar Bítlahljómsveitar með tveimur gíturum, bassa og trommum. Túlkun Björns á Bítlalögunum hefur vakið verðskuldaða athygli á tónleikum hans víða um lönd að undanförnu.

Nú geta íslenskir aðdáendur Bjössa og Bítlanna notið þeirra á tónleikum í Tryggvaskála á Selfossi, í kvöld fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.00. og Hellubíói, föstudaginn 8. nóvember kl. 21.00.