Bjöllukór Íslands í Hveragerði

Fimmtudaginn 8. desember spilar Bjöllukór Íslands í Listasafni Árnesinga kl. 17:00 en tilefnið er jóladagatal bæjarins tengist Listasafninu þann dag með opnun á jólatákni.

Jóladagatal sem hannað er af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni.

Bjöllukór Íslands öðru nafni Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var stofnaður haustið 2012 af Karen J. Sturlaugsson í tilefni þess að Sinfóníuhljómsveit Íslands óskaði eftir bjöllukórum til að spila á jólatónleikum þeirra það árið. Þá var ekki aftur snúið og hefur kórinn spilað á öllum jólatónleikum Sinfóníunnar síðan við góðar undirtektir áheyrenda.

Sumarið 2015 hélt kórinn til Bandaríkjanna þar sem hann hóf dvölina á nokkurra daga bjöllukóranámskeiði/-hátíð í University of Massachusetts og endaði ferðina á því að spila með stórri hljómsveit og kór í einum virtasta tónleikasal heims, Carnegie Hall í New York og nú er röðin komin að litlum tónleikum í Listasafni Árnesinga.

Fyrri greinJustin Bieber danskennsla í Selfosskirkju
Næsta greinForsetinn bauð UMFÍ til Bessastaða