Bjarni fjallar um Mörð og Njálu

Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi mun á félagsfundi Ættfræðifélagsins í kvöld fjalla um Mörð Valgarðsson, þessa illræmdustu persónu í Njálssögu, sem Íslendingar hafa nú kosið vinsælustu bók sína.

Fyrirlesturinn kallar Bjarni Ættarerjur, Mörður Valgarðsson og forleikurinn að Njálu. Bjarni gefur á næstunni skáldsögu um Mörð Valgarðsson.

Fundurinn verður haldinn á 3. hæð Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg 162 í Reykjavík og hefst hann klukkan 20:30.

Kaffi og meðlæti! Allir eru velkomnir!