Bjarki Karlsson enn á toppnum

Ljóðabókin „Árleysi alda“ er enn vinsælasta bókin í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi en „Fiskarnir hafa enga fætur“ eftir Jón Kalman Stefánsson fylgir fast á eftir.

Sú bók hefur selst mjög vel þó hún hafi ekki komist í eitt af fimm efstu sætunum fyrr en núna.

Fimm söluhæstu bækurnar dagana 10.-16. desember eru:

1. Árleysi alda – Höf. Bjarki Karlsson – Útg. Uppheimar

2. Fiskarnir hafa enga fætur – Höf. Jón Kalman Stefánsson – Útg. Bjartur

3. Krosshólshlátur – Höf. Gangnamenn í Svarfaðardal – Útg. Bókasmiðjan Selfossi

4. Skessukatlar – Höf. Þorsteinn frá Hamri – Útg. Mál og menning

5-6. Sýnisbók safnamanns – Höf. Þórður Tómasson – Útg. Bókaútgáfan Sæmundur

5-6. Sæmd – Höf. Guðmundur Andri Thorsson – Útg. JPV

Fyrri greinSouth Door opnar upplýsingamiðstöð á Hellu
Næsta greinGjaldskrár leik- og grunnskóla hækka ekki