Bíóhelgi á Klaustri

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, bjóða landsmönnum í bíó um helgina. Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri er einn af átján stöðum á landinu þar íslenskar kvikmyndir verða sýndar.

Tilefni íslensku kvikmyndahelgarinnar er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og sá stuðningur sem kvikmyndagreinin hefur fengið í gegnum tíðina.

Dagskrá bíóhelgar á Kirkjubæjarklaustri er eftirfarandi:

Föstudagur
21:00 Gauragangur (leikstj. Gunnar B. Guðmundsson)

Laugardagur
17:00 Hetjur Valhallar – Þór (leikstj. Óskar Jónasson)

Sunnudagur
14:00 Eldfjall (leikstj. Rúnar Rúnarsson)
16:00 Rokland – Marteinn Þórsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.

Upplýsingar um allar myndirnar má nálgast á www.kvikmyndavefurinn.is

Fyrri greinAðalfundur Fótspora í kvöld
Næsta greinSveiflur í fjölda samninga