Bíó á Laugarvatni

Gullkistan sýnir í kvöld kl. 20 kvikmyndina „L for Leisure“ í Miðstöðinni (áður Tjaldmiðstöðinni). Má segja að viðburðurinn sé „off venue“ sýning til hliðar við RIFF sem nú fer fram í Reykjavík.

Myndin er í fullri lengd og hefur nú þegar verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða við góðar undirtektir. Myndin fjallar um háskólanemendur sem fylgst er með í fríum hingað og þangað um heiminn í byrjun tíunda áratugarins.

Hluti myndarinnar var tekinn á Laugarvatni á meðan leikstjórarnir og framleiðendurnir Lev Kalman og Whitney Horn dvöldu hjá Gullkistunni.

Aðgangseyrir er 500 krónur og er sætafjöldi takmarkaður.

Fyrri greinBúist við gasmengun í uppsveitum í dag
Næsta greinForeldrafélagið vill heyrnarhlífar fyrir yngstu börnin