11.7 C
Selfoss
Sunnudagur 14. júlí 2024
Heim Menning Bergrún Anna hreppti Hljóðkútinn

Bergrún Anna hreppti Hljóðkútinn

Bergrún Anna Birkisdóttir á sviðinu í keppninni. Ljósmynd/Ívar Sæland

Bergrún Anna Birkisdóttir frá Brekku í Þykkvabæ sigraði í söngkeppninni Blítt og létt í Menntaskólanum að Laugarvatni sem haldin var í síðustu viku. Þrettán atriði kepptu um Hljóðkútinn svonefnda, verðlaunagrip Blítt og létt.

Bergrún Anna söng Adele-lagið All I Ask. Í öðru og þriðja sæti urðu svo tvíburasysturnar Oddný og Freyja Benónýsdætur frá Hvolsvelli, Oddný í öðru sæti með lagið Unaware eftir Allen Stone og Freyja í þriðja sæti með lag Billie Eilish idontwannabeyouanymore.

Skemmtilegasta atriðið fluttu svo þeir Þorfinnur Þórarinsson frá Spóastöðum í Biskupstungum og Orri Bjarnason frá Hraunkoti í Skaftárhreppi með klassíkina Africa með Toto.

Keppnin fór að venju fram í íþróttahúsi Bláskógabyggðar á Laugarvatni í lok árlegs kynningardags ML. Keppnin var hin glæsilegasta og umgjörðin öll sem nemendur ML sköpuðu sérlega fagmannleg. Nemendur ML og grunnskólanna, fjölmargir foreldrar og starfsmenn sem og íbúar víða að fjölmenntu á viðburðinn.

 

Fyrri greinMerkisdagur í sögu Umf. Selfoss
Næsta greinHamar vann Suðurlandsslaginn