Benny Crespo’s Gang og Jónas Sig með tvenn verðlaun

Magnús Øder, Helgi og Lovísa afar kát með verðlaunin í gærkvöldi. Ljósmynd/Ístón

Benny Crespo’s Gang vann tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í gærkvöldi og sömu sögu er að segja af Jónasi Sig.

Platan Minor Mistakes með Benny Crespo’s Gang var valin plata ársins í flokki rokkplatna og lagið Another Little Storm var valið lag ársins í flokki rokklaga.

Jónas Sig fékk einnig tvenn verðlaun en Ómar Guðjónsson var verðlaunaður fyrir upptökustjórn á plötunni Milda hjartað og eins og áður hafði verið greint frá fengu Jónas og félagar einnig verðlaun fyrir besta plötuumslagið.