Benny Crespo’s Gang og Jónas Sig með tvenn verðlaun

Magnús Øder, Helgi og Lovísa afar kát með verðlaunin í gærkvöldi. Ljósmynd/Ístón

Benny Crespo’s Gang vann tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í gærkvöldi og sömu sögu er að segja af Jónasi Sig.

Platan Minor Mistakes með Benny Crespo’s Gang var valin plata ársins í flokki rokkplatna og lagið Another Little Storm var valið lag ársins í flokki rokklaga.

Jónas Sig fékk einnig tvenn verðlaun en Ómar Guðjónsson var verðlaunaður fyrir upptökustjórn á plötunni Milda hjartað og eins og áður hafði verið greint frá fengu Jónas og félagar einnig verðlaun fyrir besta plötuumslagið.

Fyrri greinAfar vanmetið hvað ég er fyndinn
Næsta greinGuðni sæmdur gullmerki HSK