Bein útsending frá Selfosskirkju

Suðurland FM mun í kvöld útvarpa aftansöng frá Selfosskirkju í fyrsta skipti. Aftansöngurinn hefst kl. 18 og prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.

„Þarna er um tilraunaútsendingu að ræða og gefst því Sunnlendingum sem ekki komast til kirkju á aðfangadag kl. 18 kostur á því að hlýða á sunnlenskan aftansöng í útvarpi í fyrsta skipti svo vitað sé,“ sagði Einar Björnsson, útvarpsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

„Ennfremur höfum við ákveðið að frá kl. 17 – 22 verði hátíðleg jólalög á spilunarlista útvarpsstöðvarinnar til þess að fanga jólaandann við matarborðið og undirbúninginn. Það er einlæg von okkar að þetta komi Sunnlendingum öllum í jólaskapið,“ sagði Einar ennfremur.

Fyrri greinFormenn komu færandi hendi
Næsta greinMatthías gaf sig fram á Ásólfsstöðum