Bastían og bæjarstjórarnir á bókamarkaðnum

Barnabækur verða forgrunni á Bókamarkaði Bókabæjanna austanfjalls, sem verður opinn í Hveragerði um helgina. Bastían bæjarfógeti mun aðstoða fólk við bókakaup á sunnudaginn ásamt bæjarstjórunum í Hveragerði og Árborg.

Starfsmenn bókamarkaðarins verða ekki af verri endanum en bæjarstjórarnir í Árborg og Hveragerði, þær Ásta Stefánsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir, ætla að halda um stjórnartaumana hjá okkur á sunnudeginum og aðstoða fólk við bókakaup. Þeim til halds og traust verður sjálfur bæjarfógetinn Bastían ásamt einkennilegu fylgdarliði. Við hverjum því alla krakka, ásamt mömmum og pöbbum, til að kíkja í heimsókn og heilsa upp á þessa skemmtilegu bæjarfógeta.

Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í bækur á bókamarkaðurinn að Austurmörk í Hveragerði þar sem aðeins tvær helgar eru eftir. Bókamarkaðurinn er opinn frá föstudegi til sunnudags frá kl. 12-18. Þar er að finna þúsundir titla á lágu verði, bæði notaðar bækur og nýjar.

Öll helstu bókaforlög landsins eru þátttakendur í markaðinum en það eru Bókabæirnir austanfjalls sem hafa veg og vanda að framkvæmdinni.

Fyrri grein„Held að Hollendingum muni bregða svolítið“
Næsta greinPáll Jóhann: Á bjargi byggði hygginn maður hús, á sandi byggði…