Það verður líf og fjör í Reykjadal á sunnudaginn þegar réttað verður í Ölfusréttum.
Skálinn í Reykjadal ætlar að bjóða upp á rjúkandi heita kjötsúpu ásamt fleira góðgæti frá klukkan tíu að morgni og happy hour seinni partinn.
Klukkan 16 mun svo Björn (Bassi) Þórarinsson í Mánum halda uppi góðri stemningu og leika á harmonikku fyrir gesti Skálans. Ef vel viðrar mun Bassi jafnvel mæta fyrst með nikkuna í réttirnar en þar verður byrjað að draga í dilka klukkan 15.