Barokkið er dautt

Dagana fyrir og eftir verslunarmanna-helgina verður hollenska tvíeykið Erica Roozendaal, harmonikkuleikari og Tessa de Zeeuw, heimspekingur, á ferð um Suðurland

Þær munu flytja tónleika- og heimspekidagskrá undir nafninu “Barokkið er dautt”, eða “The Baroque is Dead”.

Á efnisskrá er tónlist eftir Bent Sørensen, John Zorn, Yuji Takahashi, Ørjen Matre ásamt splunkunýju verki eftir Hafdísi Bjarnadóttur sem nefnist Vögguvísa fyrir eldfjall. Inn í tónleikana fléttast heimspekilegar hugleiðingar og upplestur um vatnabuffalóa, eldfjöll, Þórberg Þórðarson og alræði svo eitthvað sé nefnt.

Tónleikarnir verða sem hér segir: 30. júlí klukkan 16:00 í Kötlusetri, Vík í Mýrdal, 31. júlí klukkan 21:00 á Þórbergssetri, Hala í Suðursveit, 6. ágúst kl. 20.00 á Sunnlenska bókakaffinu, Selfossi og 7. ágúst kl. 21:00 í Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík.

Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinHálfvitarnir halda tvenna tónleika á Flúðum
Næsta greinDrullugarður við Leikskólann Örk