Barnadagskrá í Sunnlenska bókakaffinu

Laugardaginn 5. nóvember kl. 14:30 kemur franska tónskáldið Saint Saëns í heimsókn í Sunnlenska bókakaffið á Selfossi og kynnir bókina og tónverkið Karnival dýranna.

Saint Saëns er leikinn af Sigurþóri Heimissyni. Í tengslum við uppákomuna verður líka boðið uppá andlitsmálun.

Uppákoman er á vegum Töfrahurðarinnar, sem er tónleikaröð einkum ætluð börnum, og eru tónleikar á vegum hennar reglulega haldnir í Salnum í Kópavogi.

Bók og diskur fást á tilboðsverði þennan dag og sömluleiðis er 10% afsláttur á öllum barna og unglingabókum.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.