Barnabókaupplestur í Bókakaffinu

Margrét Tryggvadóttir kynnir Íslandsbók barnanna í Bókakaffinu á Selfossi á Sumardaginn fyrsta, 20. apríl, kl. 14:30. Þá segir bóksalinn Elín Gunnlaugsdóttir frá nokkrum nýjum tónlistarævintýrum.

Sérstakur afsláttur verður á öllum barna- og unglingabókum í tilefni dagsins.

Íslandsbók barnanna sem er eftir Margréti og Lindu Ólafsdóttur er falleg og fræðandi bók um flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Bókin hlaut nýlega Fjöruverðlaunin og hefur fengið lofsamlega dóma.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Vors í Árborg. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.