Baniprosonno og Putul með listasmiðju fyrir börn

Indverski myndlistarmaðurinn Baniprosonno og kona hans Putul dvelja þessa dagana hjá Gullkistunni á Laugarvatni.

Þar vinnur hann að verkum sem verða á sýningu í Reykjavík Art Gallerý og opnar 30. nóvember næstkomandi.

Þetta er fimmta heimsókn hjónanna til Íslands og hafa þau jafnan haldið bráðskemmtilegar listasmiðjur fyrir börn og verður ein slík haldin hjá Gullkistunni næstkomandi sunnudag, 24. nóvember. Upplýsingar og skráning í síma 8924410 eða með tölvupósti í gullkistan@gullkistan.is.

Þegar dvöl þeirra hér á landi lýkur um miðjan desember fara þau til Mexíkó á vegum Unesco þar sem þau munu einnig hitta börn og vinna með þeim.

Baniprosonno hefur mikla trú á gildi Gullkistunnar og hefur gefið henni safn teikninga og málverka til styrktar starfseminni. Eiginkona Baniprosonno er Putul, hún var áður barnaskólakennari en ferðast nú með manni sínum og er honum til aðstoðar.

Fyrri greinKjartan gefur „Sjóðnum góða“ miða
Næsta greinÚtsvarstekjur hækka um 26 milljónir