Balkanbandið í Sólheimakirkju

Menningarveislan á Sólheimum heldur áfram en í dag mætir í Sólheimakirkju hljómsveitin Balkanbandið frá Bysans og flytur þjóðlög frá Balkanskaganum.

Hljómsveitin var stofnuð um mitt ár 2010 af þeim Hauki Gröndal og Ásgeiri Ásgeirssyni en hljómsveitin leikur blöndu af þjóðlögum frá Balkanskaganum. Sú tónlist er annáluð fyrir mikinn tilfinningarhita, stuð og ósamhverfar takttegundir og er gríðarlega krefjandi fyrir þá sem hana flytja.

Tónleikarnir hefjast kl 14:00 á laugardaginn.

Sýningarnar, kaffihúsið og verslunin verða opin frá kl 12:00-18:00.

Fyrri greinLandsmót Fornbílaklúbbsins sett
Næsta grein„Grænkálið á allt gott umtal skilið“