Baksviðspersónur eða örlagavaldar

Farið verður yfir baksviðpersónur Njálu í Njálukaffi í Ásgarði á Hvolsvelli í dag kl. 15.

Sumar baksviðspersónur Njálu, sem jafnvel koma ekki fram í sögunni nema í umtali eða samræðum annarra persónanna, eru svo ljóslifandi fyrir okkur að við munum þær ekki síður en þær sem standa í stórræðum.

Sem dæmi verður Guðrún Egilsdóttir í Sandgili völd að dauða tveggja austmanna og Ingjaldur á Keldum er bundin Flosa vegna konu sinnar. Þessar tvær persónur koma ekki mikið til sögu í Njálu en samt sem áður móta þær söguna með tilveru sinni.

Í Ásgarði er jafnframt sýning á teikningum Þórhildar Jónsdóttur á persónum úr Njáls sögu.

Fyrri greinKaffi og kleinur í Heiðarblóma
Næsta greinBílvelta í Selvogi