Bakkatríóið með óvænta tónleika

Bakkatríóið, eða G G og Ingibjörg eins og þær kalla sig líka, verður með óvænta tónleika við sundlaugar á Suðurlandi í ágúst þegar veður leyfir.

Tríóið er skipað þeim Ingibjörgu Erlingsdóttur, hljómborð og raddir, Guri Hilstad Ólason, trompet, og Gyðu Björgvinsdóttur sem syngur. Bakkatríóið fékk styrk frá Menningarráði Suðurlands í þetta verkefni og því mega sundlaugargestir á Suðurlandi eiga von á því að geta svamlað um við ljúfa tóna tríósins þegar sólin lætur sjá sig.

Fyrstu tónleikarnir foru haldnir við sundlaugina á Hvolsvelli í gær og var ekki annað að sjá en að sundlaugagestir nytu þess vel að hlusta á tónlistarflutning tríósins.

Fyrri greinSleðamaðurinn veiktist alvarlega
Næsta greinTvennir tónleikar í Skálholti í dag