Bæjarfulltrúar lesa

Í kvöld, þriðjudag kl. 20, er komið að síðari lestri bæjarstjórnarmanna í Bókasafninu í Hveragerði.

Í prjónakaffi í síðustu viku lásu þrír bæjarstjórnarmenn ásamt Normu Samúelsdóttur úr nýjum bókum við góðar undirtektir, en nú er komið að hinum.

Það eru Aldís Hafsteinsdóttir, Guðmundur Þór Guðjónsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Róbert Hlöðversson sem lesa úr bókum að eigin vali. Það verður spennandi að heyra.

Von er á leynigesti og að vanda er boðið upp á kaffi, piparkökur og konfekt. Við vonumst til að sjá sem flesta. Að sjálfsögðu er hægt að nota tækifærið og næla sér í bók en flestar jólabækurnar eru nú komnar í hús.

Fyrri greinKosning á Sunnlendingi ársins
Næsta greinSöfnuðu pökkum fyrir bágstödd börn