Austur-Evrópsk tónlist í Selinu

Freyja Gunnlaugsdóttir, klarínettuleikari og Daniela Hlinková, píanóleikari, halda tónleika í Selinu á Stokkalæk í kvöld kl. 20.

Þær munu flytja austur-evrópska tónlist, meðal annars þjóðlög frá Mæri og rúmenska og ungverska dansa.

Freyja hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og kammerhópum víða um lönd og komið fram sem einleikari. Hún hefur frumflutt fjölda einleiksverka fyrir klarínettu og vann fyrstu verðlaun fyrir flutning í Hans Eisler nútímatónlistarkeppninni í Berlín árið 2000.

Daniela er frá Slóvakíu og hefur unnið til fyrstu verðlauna í alþjóðlegum píanókeppnum bæði þar og annars staðar. Árið 2006 þreytti hún frumraun sína sem einleikari með Konzerthaus Orchester í Berlín undir stjórn Michael Gielen og mun að nýju leika einleik þar nú í ágúst undir stjórn Heinrich Schiff.

Á tónleikunum á Stokkalæk verða kaffiveitingar. Miðaverð er kr. 2.000 og miðapantanir í síma 4875512 og 8645870.

Fyrri greinErling sigraði í lendingakeppninni
Næsta grein5. og 6. flokkur Hamars/Ægis sækja í sig veðrið