Átt þú mynd af Gauknum?

Þessa dagana er unnið er að söfnun myndefnis í bókina HSK í 100 ár sem gefin verður út í haust.

Stundum vantar tilfinnanlega heppilegar myndir, til dæmis af allmörgum útihátíðum HSK á árum áður. Því er leitað til lesenda sunnlenska.is og spurt hvort þeir eigi myndir af, til dæmis: Gauknum í Þjórsárdal sem var haldinn 1983-1987, útihátíðum á Laugarvatni 1970-1972 og hátíðinni á Þjótanda 1977.

Eigendur mynda hafi samband við Jón M. Ívarsson sími 861-6678 eða í netfangi jonm@umfi.is.

Fyrri greinHSSH: Harðsnúið lið í þína þágu í 35 ár
Næsta greinHreppurinn áfram án aðalskipulags