ÞARAR II „Olía á striga“ er málverkasýning Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur í tilefni Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka.
Ásta sýnir aðallega stór olíumálverk sem hún hefur unnið á Eyrarbakka síðastliðin ár.
Sýningin er upphafið af OCEANUS Hafsjó í ár, sem er fjórða alþjóðlega listahátíðin sem haldin hefur verið á Eyrarbakka frá árinu 2022. Í ár heitir hátíðin “Báruvottur“.
Sýningin er í Bláu skemmunni á horni Túngötu og Bakarísstígs á Eyrarbakka. Hún verður opin á laugardag milli 13 og 17 og síðan í framhaldinu eftir samkomulagi.