Arndís fjallar um Ámunda smið

Þrettán kirkjur Ámunda, eftir Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur.

Næsta Gleðistund að Kvoslæk í Fljótshlíð verður á laugardaginn, þann 16. júlí kl. 15:00.

Þá mun Arndís S. Árnadóttir, listfræðingur, mun segja frá Ámunda Jónssyni smið, sem á sínum tíma, í byrjun 19. aldar reisti þrettán kirkjur í Árnes- og Rangárvallasýslum, auk þess að smíða fjölda kirkjugripa sem enn má finna í kirkjum, til dæmis skírnarfontinn í Odda.

Guðrún Arndís Tryggvadóttir, myndlistarmaður, gaf út bókina Lifsverk 2019 sem fjallar um Ámunda, líf hans og verk. Í bókinni eru greinar eftir Arndísi og fleiri og vatnslitamyndir Guðrúnar en hún hélt sýningu á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju 2019 þar sem þessar myndir voru sýndar. Guðrún verður líka á Gleðistundinni með nokkrar af vatnslitamyndunum um líf Ámunda og nokkrar bækur.

Aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinLind skipuð skólameistari FAS
Næsta greinÓliver genginn til liðs við Selfoss