„Allskonar sögur“ komnar út hjá Vestfirska

Hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri er komin út bókin „Allskonar sögur“ eftir Jón Hjartarson á Selfossi, Strandamann og fyrrum fræðslustjóra á Suðurlandi og afabarn hans, Ásu Ólafsdóttur.

Bókin er ríkulega myndskreytt af Sunnlendingnum Ómari Smára Kristinssyni í Garðaríki á Ísafirði.

Allskonar sögur eru fjórtán talsins. Ein þeirra, Urtan og ljósmóðirin, segir frá því þegar langamma Jóns Hjartarsonar, Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir frá Stórafjarðarhorni, lenti í þeirri lífsreynslu að hjálpa urtu að kæpa. Er ekki vitað til að slíkt hafi komið fyrir fyrr né síðar hér á landi.

Allskonar sögur er bók fyrir alla aldurshópa, sem hafa gaman af ævintýrum og njóta þeirra í samvistum við landið, sögurnar og eigin ímyndunarafl.

Fæst í bókaverslunum um land allt.

Fyrri greinGjaldskrá Arkar hækkar ekki
Næsta greinSnjókoma og versnandi skyggni síðdegis