Sveitahátíðin Upp í sveit verður haldin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um næstu helgi.
Á föstudagskvöld mun karlakórinn Stormsveitin skemmta með söng, sögum og huggulegheitum.
Laugardagurinn inniheldur fjölbreytta dagskrá; froðurennibraut, hoppukastala, rallýhjólabraut og kassabílarallý. Handverksmarkaður verður í Árnesi og Sigurlín Grímsdóttir sýnir málverk. Einnig verður keppt í traktorafimi.
Á sunnudaginn verður fjölskylduratleikur í skóginum í Þjórsárdal, opið hús í Þjóðveldisbænum og Smalahundadeild Árnessýslu mun sýna í Skaftholtsréttum. Á sunnudagskvöld verða tónleikar á Lómsstöðum þar sem fimmtán fáheyrðir leynigestir stíga á stokk.
Á þjóðhátíðardaginn verður svo hefðbundin þjóðhátíðardagskrá í Brautarholti, frítt í Skeiðalaug og opið hús að Hraunsnefi eftir hádegi.