Álfadans í Fljótshlíðinni

Hinn árlegi Álfadans í Fljótshlíðinni verður haldinn í kvöld, laugardagskvöld. Kveikt verður í bálinu kl. 21:30 en álfar eiga að mæta í Goðaland kl. 21.

Umf. Þórsmörk sér um þennan árlega viðburð sem haldinn hefur verið í yfir 100 ár í Fljótshlíðinni. Björgunarsveitin Dagrenning Hvolsvelli sér um flugeldasýninguna. Allir fá svo heitt kakó og smákökur eftir flugeldasýningu.

Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta á þessa góðu skemmtun í byrjun árs.

Fyrri greinÞrír Selfyssingar æfa með U20
Næsta greinSpiccato í Selfosskirkju