Alexandra gefur út nýtt tónlistarmyndband

Alexandra Chernyshova. Ljósmynd/Jón Rúnar Hilmarsson

Alexandra Chernyshova, óperusöngkona í Vík í Mýrdal, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við óperuperluna Ah!Je veux vivre úr óperunni Rómeó og Júlía eftir Charles Gounod.

Alexandra sá sjálf um hljóðupptöku en Jón Rúnar Hilmarsson ljósmyndari sjá um leikstjórn og myndbandvinslu. Í myndbandinu fær íslensk náttúra að njóta sín þar sem Alexandra syngur innan um sunnlenskar náttúruperlur.

Alexandra er óperusöngkona, tónskáld og kennari en hún starfar sem  skólastjóri tónskólans í Vík.

Á YouTube síðu Alexöndru má nálgast fleiri lög og myndbönd.

Fyrri greinSex héraðsmet á Vormóti ÍR
Næsta greinKjördeildir í Árborg