Alda Rose sýnir á Gallery Stokk

Alda Rose. Ljósmynd/Aðsend

Um síðustu helgi opnaði myndlistarkonan Alda Rose grafíksýninguna Misseri á Gallery Stokk á Stokkseyri.

Á sýningunni sýnir Alda Rose ný og eldri grafík verk í öllum stærðum og gerðum. Verkin eiga tvennt sameiginlegt, að vera grafík verk og vera unnin af sama listamanninum.

Alda Rose útskrifaðist frá Academy of Art í San Francisco 2008 úr grafík- og málunardeild. Alda Rose hefur síðan unnið í grafík samhliða málun og haldið sýningar í bæði Bandaríkjunum og á Íslandi. Þess má geta að sýning Öldu Rose á Stokkseyri er fyrsta sýning hennar á Suðurlandi.

Alda Rose rekur einnig opna vinnustofu á Stokkseyri sem heitir Brimrót sem hún vinnur öll sín prentverk.

Sýningin er uppi allan febrúar. Opnunartímar á Stokk eru 13-16 á fös og 13-17 um helgar. Hægt er að hafa samband við Öldu Rose á aldarosec@gmail.com. Einnig er hægt að skoða verk eftir hana á heimasíðu hennar, www.aldarose.com.

Fyrri greinStöðvaður tvisvar í akstursbanni
Næsta greinTveir árekstrar við einbreiðar brýr