Aftur til framtíðar með Hr. Eydís

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á YouTube.

Lag dagsins með Hr. Eydís er slagarinn The Power Of Love með Huey Lewis and The News. Þau ykkar sem munið eftir þessu lagi munið líka eflaust eftir því hvar þið heyrðuð það fyrst. Jú, það var í Back To The Future!

Huey Lewis var beðinn um lag fyrir myndina. Hann var víst eitthvað efins með það, hafði ekki áhuga á því að semja lag sem héti „Back To The Future“. En Huey var sagt að lagið mætti heita og vera um eitthvað annað en ferðalög í gegnum tímann. Hann sló til og hefur varla séð eftir því, lagið varð eitt hans allra vinsælasta og fór á toppinn í Bandaríkjunum.

„Ein sturluð staðreynd. Þegar Marty McFly ferðaðist aftur í tímann árið 1985 fór hann 30 ár aftur í tímann, til ársins 1955. Það væri eins og í dag að fara aftur til ársins 1993, jeminn eini!“ segja strákarnir í Hr. Eydís, slegnir yfir þessari staðreynd.

Gleðilegan verslunarmannahelgarfössara!

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinNíu sækja um starf bæjarritara
Næsta greinSkorar á HSU að tryggja bráðaþjónustu í Uppsveitunum