Afmælisveisla í Tryggvaskála

Í gærkvöldi var haldið menningarkvöld í Tryggvaskála á Selfossi til að minnast 120 ára afmælis Ölfusárbrúar, 150 ára afmælis Hannesar Hafstein og 176 ára afmælis Tryggva Gunnarssonar.

Veislan var haldin á afmælisdegi Tryggva, 18. október.

Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður í menningarnefnd Árborgar setti kvöldið og lét svo hátíðarstjórnina í hendur Sigurgeirs Hilmars Friðjófssonar. Leikfélag Selfoss sýndi hluta úr verkinu „Brú til betri tíðar“ sem leikfélagið setti upp árið 1991. Þar stigu á stokk nokkrir leikarar sem ekki hafa sést með leikfélaginu lengi.

Björn Ingi Bjarnason, varaformaður menningarnefndar Árborgar hélt síðan ávarp um Hannes Hafstein og tengingu hans við Suðurlandið og m.a. smíði Ölfusárbrúar. Karlakór Selfoss átti síðan lokaatriðið en þeir sungu nokkur lög og þar á meðal „Þú álfu vorrar“ eftir Hannes Hafstein.

Góð mæting var í Tryggvaskála en gestum var boðið upp á vöfflur sem nefndarmenn menningarnefndar bökuð.

Fyrri greinSest verður niður með fulltrúum OR
Næsta greinÞórsarar spila í „Icelandic Glacial höllinni“