Afmælisleikrit frumsýnt í dag

Leikritið Þar sem sólin á heima eftir Eddu Björgvinsdóttur verður frumsýnt í Sólheimaleikhúsinu í dag kl. 15:00.

Leikritið er skrifað sérstaklega í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima og fjallar um ævi Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima.

Þaulreyndir leikarar Sólheimaleikhússins takast á við mörg ólík hlutverk og syngja að auki undurfalleg lög Péturs H. Péturssonar sem hann samdi fyrir leikritið. Heiðursgestur sýningarinnar er hin ástsæla Diddú.

Nánari upplýsingar á www.solheimar.is

Fyrri greinSnjór og hálka austan Markarfljóts
Næsta greinStórsigur Selfoss á ÍBV