Abba í Sleipnishöllinni

„Já, það er rétt, við verðum með Abba tónleika í reiðhöll Sleipnis á Selfossi laugardaginn 7. maí næstkomandi og erum þar að halda upp á 20 ára afmæli kórsins með þessum stórtónleikum.“

Þetta segir Laufey Ósk Magnúsdóttir, formaður Jórukórsins á Selfossi, aðspurð hvort það væri rétt að Abba tónleikar væru framundan.

Söngkonan Jóhanna Guðrún mun syngja einsöng með kórnum og fullskipuð hljómsveit verður á sviðinu undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.

„Þetta verður í fyrsta skiptið sem tónlistarviðburður er haldinn í Sleipnishöllinni og við erum spennt að takast á við það verkefni með góðum samstarfsaðilum, þar sem helst ber að nefna EB kerfi sem mun sjá um hljóð, ljós og svið. Undirbúningur er í fullum gangi og við hlökkum mikið til. Það verður forsala á miðum sem verður vel auglýst um leið og hægt er,“ bætir Laufey Ósk við.

Fyrri greinSkemmtilegasta atriðið á Samfés söngkeppninni
Næsta greinFjölgun í öllum sveitarfélögum nema einu