Á meðan lífsins stundir tifa

Á meðan lífsins stundir tifa er yfirskrift næstu tónleika í tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju, sunnudaginn 9. júlí kl. 14. Þar koma fram söngkonurnar Kristjana Arngrímsdóttir og Ösp Eldjárn ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara.

Samstarf mæðgnanna Kristjönu Arngrímsdóttur og Aspar Eldjárn Kristjánsdóttur hófst fyrir alvöru árið 2005 þegar Kristjana gaf út plötuna Í húminu. Síðan þá hafa þær reglulega komið fram saman og er samhljómurinn þannig að erfitt að greina raddirnar í sundur. Þær eru báðar gefnar fyrir hið þjóðlega og tilfinningaríka og samanstendur dagskráin af sálmum, þjóðlögum og frumsömdum lögum.

Píanóleikarinn og organistinn Daníel Þorsteinsson, sem einnig kemur fram á tónleikunum, hefur unnið náið með Kristjönu frá því hún hóf sóló ferilinn og hefur m.a ljáð þremur plötum hennar sinn einstaka hljóm.

Miðaverð er kr. 3.500 og miðasala er við innganginn.

Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs og Tónlistarsjóði.

Fyrri greinFyrsti sigur Ægis í deildinni
Næsta greinVeðrið lék við hjólreiðamenn í Flóanum