Á margt sameiginlegt með Hurðaskelli

Ársæll Jónsson, betur þekkur sem Hr. Ægir, skorar glæsimark gegn Hamri á hápunkti knattspyrnuferilsins. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ársæll Jónsson frá Þorlákshöfn svaraði nokkrum jólaspurningum fyrir sunnlenska.is.

Hvort ertu meiri skröggur eða jólaálfur? Ég er svona mitt á milli en er að linast með árunum og færist nær jólaálfinum.

Uppáhalds jólasveinn? Hurðaskellir er minn uppáhalds. Mikil læti og mikið stuð, ætli við eigum það ekki sameiginlegt.

Uppáhalds jólalag? Uppáhalds lögin mín eru Takk fyrir Jólin Jesú (alltaf verið mikill OFL maður) og Bikinijól með Sólstrandargæjunum (allt gott sem kemur úr Þorlákshöfn).

Uppáhalds jólamynd? Christmas Vacation er basic svar en ég horfi alltaf á The Lord of the Rings eða The Hobbit á jólunum, alls ekki jólamyndir en mér finnst það ómissandi að horfa allavega á eina mynd.

Uppáhalds jólaminning? Fyrstu jólin hjá okkur fjölskyldunni í húsinu okkar árið 2016.

Uppáhalds jólaskraut? Ætli það sé ekki jólahnetan sem hangir á trénu hjá mömmu, Tobbi bróðir vill meina að hann hafi búið hana til en við vitum báðir að ég er hönnuðurinn af þessu einstaka verki.

Ársæll, ásamt Þorbirni bróður sínum á jólunum í þá gömlu góðu. Ljósmynd/Úr einkasafni

Minnistæðasta jólagjöfin? Þegar við Linda gáfum hvort öðru það sama í jólagjöf, óafvitandi.

Hvað finnst þér ómissandi að gera fyrir hver jól? Laufabrauðsgerð, jólabústaður, jólasýning fimleikadeildar Selfoss og svo margt fleira.

Hvað er í jólamatinn? Það er nautasteik með bernaise , pabba kartöflum, waldorfsalati og karamellu jólahnetum.

Sæli á vísum stað í Húsasmiðjunni á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Fyrri greinHéraðsmet féll á vetrarsólstöðumóti
Næsta greinStokkseyringar láta streituna líða úr sér á Alþingi