Á fornum slóðum og nýjum í Bókakaffinu

Í kvöld kl. 20 munu lesa úr verkum sínum í Sunnlenska bókakaffinu þeir Hallgrímur Helgason, Jónas Kristjánsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sindri Freysson.

Hallgrímur Helgason sendi í haust frá sér bókina Konan við 1000°. Í bókinni segir frá Herbjörgu Maríu Björnsson og hefur hefur þessi nýjasta bók Hallgríms vakið mikla athygli.

Jónas Kristjánsson hefur skrifað bók um Þúsund og eina þjóðleið. Áhugaverð bók fyrir þá sem vilja feta fornar slóðir.

Ari Trausti Guðmundsson sendi frá sér skáldsöguna Sálumessu á þessu hausti. Fyrir skömmu kom einnig út endurútgáfa af bókinni Eldgos 1913 – 2011.

Sindri Freysson hlaut á þessu ári Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Í klóm dalalæðunnar.

Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum bókmenntum.

Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinSamkomulag um varnargarða
Næsta greinUpplestur og piparkökur á Listasafninu