„Á fjalli“ í Heklusetrinu

Ljósmyndasýning sem nefnist „Á fjalli“ hefur verið opnuð í Heklu­setrinu á Leirubakka. Höfundar myndanna eru hjónin Pálmi Bjarnason og Sigrún Kristjánsdóttir.

Þau hafa farið með fjallmönn­um í göngur á Landmannaarétt síðast­liðin fjögur ár og eru ljós­myndirnar á sýningunni afrakstur þessara ferða. Sýningin er í þrem­ur hlutum; svart/hvítar andlits­mynd­ir af fjallmönnum, myndir frá daglegu lífi á fjalli og síðan nokkrar myndir af landslaginu sem gangnamenn ferðast um í vikulangri smalamennsku.

Nýlega er komin út vegleg ljósmyndabók, „Incredible Ice­land“ með myndum Pálma og Sigrúnar og tveggja félaga þeirra. Auk þess hafa hjónin nýlega sett í loftið ljósmyndavef www.iceland­image.com þar sem þau sýna íslenskar landslagsmyndir.

Sýningin verður opin til 24. september, eða frá sauðburði fram yfir réttir, eins og hæfir viðfangsefninu.

Fyrri greinSkoða möguleika á því að efla stangveiði
Næsta greinÁtak í hraðamælingum fækkar slysum